Tók meiraprófið 1962 og er enn að

Hann hefur minnkað vinnu töluvert frá fyrri tíð en hann var um langt skeið kallaður Þrívaktar-Hansi því hann tók glaður að sér allar vaktir sem hugsast gat og það á köflum í heilu sólarhringana. Hann tók meiraprófið fyrir rúmum sextíu árum og er enn að keyra stöku ferðir á rútum og langferðabílum.

Hans J.B. Sigfússon, þekkja velflestir íbúar í Neskaupstað og efalaust víðar enda rekur Hansi, eins og hann er kallaður, ættir bæði inn á Reyðarfjörð og hinu megin upp á Jökuldal. Þó kominn sé vel á aldur eins og það er gjarnan orðað telur hann fásinnu að hætta að vinna eða dunda því slíkt geri ekkert annað en draga mann til dauða fyrr en ella.

Saga Hansa er um margt merkileg og ekki aðeins vegna elju og vinnusemi. Hann var til að mynda bílstjóri þegar allra fyrstu áætlunarferðirnar milli Neskaupstaðar og flugvallarins á Egilsstöðum hófust og það aðeins einu ári eftir að hann fékk meiraprófið. Þá var það hrein tilviljun sem réði því að hann var ekki við störf í bræðslu Síldarvinnslunnar þann 20. desember 1974 þegar snjóflóðin féllu í byggð í Neskaupstað með hörmulegum afleiðingum.

Ofangreint brotabrot af forvitnilegu lífshlaupi Hansa en langt viðtal við kappann birtist í Austurglugganum í haust sem leið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.