Tveir Austfirðingar með listaverk í nýju dagatali sparisjóðanna

Tveir austfirskir listamenn eru meðal þeirra sem eiga listaverk sem prýða dagatal sparisjóðanna fyrir árið 2024. Dagatal komandi árs er helgað ungu listafólki af landsbyggðinni.

Hefð er fyrir því að sparisjóðirnir gefi út dagatal og er þemað sem fyrr segir ungt listafólk af landsbyggðinni. Hver listamaður fær einn mánuður og prýðir verk hann þans mánuð auk þess sem stutt kynning er á listamanninum.

Að austan koma þau Ra Tack, er fætt í Belgíu en búsett á Seyðisfirð og Heiðdís Hólm sem er uppalin á Akureyri á Egilsstöðum en býr líka á Seyðisfirði.

„Okkur langaði að gera ungu og efnilegu listafólki sem starfar í okkar nærumhverfi hátt undir höfði með því að nýta þennan vettvang til að kynna þau og þeirra hæfileika. Auk þess að styrkja þau í sinni listsköpun og veita þeim vettvang fyrir listtengda viðburði í gegnum útibú sparisjóðanna. Við erum ótrúlega stolt af útkomunni,“ segir Guðmundur Tómas Axelsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða.

Í tilkynningu segir að dagatalið sé eitt þeirra fjölmörgu verkefna á sviði lista og menningar sem sparisjóðirnir styrkja í sínu nærumhverfi. Hlutverk þeirra er að standa vörð um hagsmuni landsmanna, styrkja innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð.

Dagatölin má fá án endurgjalds í útbúum sparisjóðanna. Á Austurlandi er það í afgreiðslu Sparisjóðs Austurlands í Neskaupstað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.