Þursarnir og Páll Óskar á Bræðslunni

Hinn ízlenski Þursaflokkur og Páll Óskar og hörpuleikarinn Monika Abendroth, ásamt strengjasveit, eru aðalnúmer tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystri sem haldin verður þar helgina 24. – 26. júlí.

 

ImageHátíðin fagnar í ár fimm ára afmæli sínu en meðal helstu listamanna sem hafa komið þar fram til þessa má nefna Megas og Senuþjófana, Emilíönu Torríni, Damien Rice og Belle & Sebastian.
Þursaflokkurinn hefur legið í dvala undanfarin ár en kom í fyrra saman á tónleikum í Laugardalshöll ásamt Caput hópnum og fylgdi þeim eftir með tónleikum á Akureyri og Ísafirði. Flokkurinn er í raun ekki starfandi en spilar við ákveðin tækifæri.
Samstarf Páls Óskars og Moniku hefur hlotið mikla athygli. Þau hafa gefið út tvær breiðskífur saman og spilað við ýmis tækifæri bæði hérlendis sem erlendis. Á Bræðslunni verður fjögurra manna strengjasveit með þeim.
Að jafnaði hafa rúmlega 1.000 manns sótt Borgarfjörð Eystri heim Bræðsluhelgina sem verður að teljast ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 150 manns.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.