Varðskip dregur á dópskútu

Varðskip Landhelgisgæslunnar eltir nú meinta smyglskútu djúpt undan Suðausturlandi og munu vonir bundnar við að takist að ná skútunni innan skamms. Hún er sögð komin yfir miðlínu milli Íslands og Færeyja. Reynt verður að færa skútuna til hafnar, væntanlega á Austurlandi. Sérsveit ríkislögreglastjóra er í viðbragðsstöðu um borð í varðskipinu. Óljóst er hvaðan skútan er, en hún mun skráð erlendis. Ekki er vitað hversu margir eru um borð.

tr_r_myndasafni_gslunnar.jpg

Einungis hefur verið staðfest að um fleiri en eina tegund fíkniefna sé að ræða, en visir.is segir magnið yfir hundrað kíló og séu fyrir því áreiðanlegar heimildir. Mennirnir sem voru handteknir við Djúpavog og Höfn hafa nú verið hnepptir í þriggja vikna gæsluvarðhald.

Ljósmynd/Týr (úr myndasafni Landhelgisgæslunnar)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.