Varðskipið komið með smyglskútuna til Eskifjarðar

Varðskipið Týr er lagst við bryggju á Eskifirði og er með smyglskútuna, sem það stöðvaði og tók í tog í fyrrakvöld í hafinu milli Íslands og Færeyja, við stjórnborða. Týr lagði að um áttaleytið í morgun. Lögregla hafði töluverðan viðbúnað er skipið kom til hafnar. Þrír voru handteknir um borð í skútunni í fyrrakvöld, tveir Íslendingar og Hollendingur og verða þeir nú færðir fyrir Héraðsdóm Austurlands. Þar verða þeir yfirheyrðir og ákvörðun tekin í framhaldi af því um að óska eftir gæsluvarðhaldi. Að því búnu fara þeir í fylgd lögreglu með almennu farþegaflugi til Reykjavíkur í dag.

skuta_051.jpg

Skútan verður rannsökuð í dag og athugað hvort þar leynist meira af fíkniefnum. Hún flutti rúm 109 kíló af efnum til Íslands. Hún er fjörutíu fet að stærð, skráð í Belgíu og nefnist Sirtaki. Að sögn Morgunblaðsins í dag var það áhöfn á fiskiskipi sem var að veiðum suðaustur af landinu sem gerði lögreglu viðvart um skútuna á laugardaginn var. Skútan var þá á leið til landsins og sjómönnunum þótti grunsamlegt að sjá skútu þarna á þessum árstíma.

Mynd/Landhelgisgæslan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.