Vilja efla fiskvinnsluna

Atvinnumálanefnd Vopnafjarðar telur brýnt að leita allra leiða til að styrkja stoðir fiskvinnslu á Vopnafirði. Í tillögu sem samþykkt var á fundi nefndarinnar fyrir skemmstu er hvatt til að kallað verði eftir formlegum fundi með forsvarsmönnum HB Granda þar sem leitað verði leiða til að tryggja sem best öryggi fiskvinnslufólks.
Á Vopnafirði hafa menn einnig rætt skipulag sumarvinnu ungmenna. Kanna á möguleika á sérstökum verkefnum, til dæmis í skógrækt og göngustígagerð, í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.