Vilja efla fiskvinnsluna
Atvinnumálanefnd Vopnafjarðar telur brýnt að leita allra leiða til að styrkja stoðir fiskvinnslu á Vopnafirði. Í tillögu sem samþykkt var á fundi nefndarinnar fyrir skemmstu er hvatt til að kallað verði eftir formlegum fundi með forsvarsmönnum HB Granda þar sem leitað verði leiða til að tryggja sem best öryggi fiskvinnslufólks.Á Vopnafirði hafa menn einnig rætt skipulag sumarvinnu ungmenna. Kanna á möguleika á sérstökum verkefnum, til dæmis í skógrækt og göngustígagerð, í samvinnu við Vinnumálastofnun.