Vilja hefja aðildarviðræður

Félagið „Við erum sammála“ sem stendur að undirskriftalistanum sammala.is, efnir til fundar í Iðnó þriðjudaginn 21. apríl kl. 16.30-17.00. Í tilkynningu segir að þar muni sjö af þeim þúsundum Íslendinga sem þegar hafa skráð sig á listann skýra hvers vegna þeir eru sammála um að ríkisstjórnin, sem tekur við að loknum kosningum, eigi að hafa sem eitt af sínum forgangsverkefnum að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið og bera aðildarsamning undir þjóðaratkvæði.

evrpusambandi.jpg

Til máls taka Auður Jónsdóttir rithöfundur, Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins, Guðrún Pétursdóttir háskólakennari, Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP, Hörður Arnarson verkfræðingur, Óttar Proppé tónlistarmaður og bóksali og Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi ráðherra. Fundurinn er öllum opinn.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.