Yfirlýsing frá Borgarahreyfingunni X-O

Borgarahreyfingin átelur harðlega að þingflokkar  Alþingis hafi gert sig seka um að svíkja í annað sinn á stuttum tíma fyrirheit um

mikilvægar umbætur á lýðræðisfyrirkomulaginu í þágu aukinna valda til fólksins í landinu.

Í yfirlýsingu Borgaraflokksins segir: ,,Þessir flokkar heyktust fyrst á því að breyta lögum um kosningar þannig að persónukjör yrði kostur í komandi kosningum og virðast nú hafa orðið sammála um að kasta fyrir róða loforðinu um að koma áfót stjórnlagaþingi fólksins í landinu í þágu breytinga á stjórnarskránni – í þágu nýs lýðveldis.  Í stjórnlagaþingsmálinu hefur berlega komið í ljós hversu núverandi alþingismönnum er meinilla við að afsala sér hluta af völdum sínum. Fyrr fauk loforðið um persónukjör, sem hefði gert Borgarahreyfingunni kleift að bjóða fram óraðaða lista í komandi þingkosningum og þar með falið fólkinu í landinu aukin völd.  Afdrif þessara tveggja mála eru skýr skilaboð núverandi þingmanna til fólksins í landinu að það sé afgangsstærð að bjóða því upp á aukin völd, aukinn sess við mótun og þróun lýðveldisins. Og afdrif þessara tveggja mikilvægu mála eru mikilvæg lexía fyrir kjósendur um afdrif annarra loforða um frekari lýðræðisumbætur.

Stjórn Borgarahreyfingarinnar."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.