Austfirskir hönnuðir sýna í Norræna húsinu
Elísabet Agla Stefánsdóttir og Sigrún Halla Unnarsdóttir, meistaranemar í fatahönnun við hinn virta danska skóla Kolding, sýna verk sín í Norræna húsinu í Reykjavík. Báðar sýna BA verkefni sín og endurhönnun á eldri þjóðbúningum frá Norðurlöndunum.
Drífandi ,,Í anda Vilhjálms Vilhjálmssonar"
Karlakórinn Drífandi hélt tónleika í Egilsstaðakirkju fyrr í kvöld. Tónleikarnir voru í anda og helgaðir Vilhjámi heitnum Vilhjálmssyni söngvara og textaskáldi.Skipverjar á Barða vilja knúsa rauðhærða
Skipverjar á Barða NK efndu í dag til "Knúsum rauðhærða" dagsins. Samkvæmt Facebook síðu hópsins munu ríflega 1.100 manns hafa tekið þátt í deginum. Seinasta haust var efnt til alþjóðlegs dags þar sem menn vildu sparka í rauðhærða. Dagur skipverjanna virðist andsvar við honum.
Creedence Clearwater tónleikar
Hljómsveitin Creedece Travellin´ Band leikur gullkorn meistaranna í Creedence Clearwater Revival á tónleikum í Valaskjálf annað kvöld, miðvikudag 31. mars.Menntaskólinn sýnir Ávaxtakörfuna
Leikfélag Mentaskólans á Egilsstöðum hefur sýnt leikritið Ávaxtakörfuna, eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, við góðar undirtektir í Valaskjálf undanfarið, í leikstjórn Freyju Kristjánsdóttur.
Creedence tónleikar tókust vel
Tónleikar hljómsveitarinnar Creedece Travellin´ Band sem léku lög Creedence Clearwater Revival í Valaskjálf á dögunum tókust feiknvel að mati gesta.