Nýjar sýningar í Skaftfelli

Tvær nýjar sýningar opna í Skaftfelli - miðstöð myndlistar á Austurlandi á laugardag.

Sýning Ólafs Þórðarsonar, Hagræðingar / Rearrangements, opnar kl. 16:00 á Vesturveggnum og sýning Aðalsteins, Myndverk úr steinum úr náttúru Íslands kl.  16:30 í Bókabúðinni.

skaftfell.jpg

Lesa meira

Ekki sérleyfi á Drekanum

Orkustofnun veitir ekki sérleyfi á þessu ári til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Ástæðan er að Sagex Petroleum og Lindir Exploration hafa dregið umsókn um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á svæðinu til baka. Áður hafði Aker Exploration gert slíkt hið sama. Stefna um framhaldið verður mótuð á næstunni af stjórnvöldum.

dreki_mynd_langanesbyggdis.jpg

Lesa meira

Reist í trú og skyldurækt

Sextíu ára afmæli Möðrudalskirkju var minnst með kvöldmessu í kirkjunni 4. september síðastliðinn.  Sr. Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli, rifjaði upp sögu kirkjunnar við það tækifæri.

mrudalskirkja.jpg

Lesa meira

Örnefni um landið

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Menningarráð Austurlands, Þekkingarnet Austurlands og Hofverjar gangast fyrir fundi um örnefni og örnefnasöfnun á Austurlandi í dag, fimmtudag, kl. 17-19 í Kaupvangi á Vopnafirði.

rnefni.jpg

Lesa meira

Sendiherra segir Rússa vilja aðstoða

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, segir að Rússar muni hjálpa Íslendingum. Lánveiting sé til skoðunar.

russian_ambassador.jpg

Lesa meira

Uppsetning stoðvirkja hafin

Framkvæmdir við uppsetningu stoðvirkja snjóflóðavarnagarðs í Tröllagili í Neskaupstað eru að hefjast. Á því verki að ljúka haustið 2012. Gerð snjóflóðavarnagarðsins sjálfs, sem er þriðji áfangi heildarverksins, mun þó frestast eitthvað vegna kreppunnar. Ofanflóðasjóður ber 90% kostnaðar við slík mannvirki og viðkomandi sveitarfélag 10%.

nesk_img_0143.jpg

Lesa meira

Síldarkvótanum komið í höfn

Nú styttist í að veiðum skipa HB Granda á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum ljúki á þessu sumri. Veiðarnar hafa verið stundaðar innan íslensku lögsögunnar og hafa þær gengið vonum framar. Hvert þriggja uppsjávarveiðiskipa fyrirtækisins á eftir að landa einu sinni á Vopnafirði, haldist veiði góð og veður skikkanlegt.

sld.jpg

Lesa meira

Hugað að endurbyggingu Lúðvíkshúss

Félag um endurbyggingu á svonefndu Lúðvíkshúsi í Neskaupstað var stofnað í vikunni. Fundaði áhugfólk um verkefnið í Verkmenntaskóla Austurlands. Húsið var byggt sem norskt síldveiðihús inni á Nesströnd árið 1881 en árið 1885 keypti Sveinn Sigfússon húsið og flutti það út á Nes við Norðfjörð þar sem hann opnaði fyrstu norðfirsku verslunina. Í stjórn hins nýja félags sitja Smári Geirsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristinn V. Jóhannsson og Hákon Guðröðarson.

hammer.gif

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.