Skip to main content

Nóg að gerast á Austurlandi um páskana

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. apr 2012 20:37Uppfært 08. jan 2016 19:22

oddsskard_skidi.jpg
Austfirskir ferðaþjónustuaðilar hafa sett saman ríkulega skemmtidagskrá yfir páskahelgina. Opið er á skíðasvæðum, sýningar í menningarmiðstöðvum og gönguferðir svo dæmi séu nefnd.

6. apríl.  Föstudagurinn langi  
Þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina í Oddsskarði
Píslarganga á skíðum.  Ræðst af snjóalögum hvar gengið verður. Nánar auglýst á heimasíðu Ferðafélags Fjarðamanna www.simnet.is/ffau   
Píslarganga frá Valþjófsstað Fljótsdal í Skriðuklaustur kl. 11. Sýningar og veitingar í Klausturkaffi flesta daga páskanna. Einnig opið í Snæfellsstofu að hluta um páskana.
Páskadansleikur í Egilsbúð í Neskaupstað: Matti Papi og Ingó Veðurguð

7. apríl.  Laugardagur 
Páskaeggjaleit á Mjóeyri á Eskifirði fyrir 12 ára og yngri.
Snjósleðaferð undir leiðsögn um Hellisfjörð og Oddsdal og út á Gerpissvæðið (umsjón ferðaþjónustan á Mjóeyri).
Risastórsvig í Oddsskarði fyrir 16 ára og eldri í minningu Gunnars Ólafssonar. Við hvetjum gesti til að mæta með bjöllur, flautur og jóðla meðan keppendur bruna hjá. 
Tónlist og notaleg stemning í sundlauginni í Neskaupstað
Opið í Safnahúsinu og  í félagsmiðstöðinni Atóm
Tíróla stemning í Oddsskarði fram á kvöld, tónlist, veitingar og flugeldasýning. Ekta Tíróla tónlist um allar brekkur í anda Ómars Skarphéðinssonar. 
Páskabingó í Herðubreið Seyðisfirði kl. 16.
Páskatónleikar  í Herðubreið Seyðisfirði með KK og Ellen Kristjánsdóttir, ásamt fjölskyldu og vinum kl.20:00.

Sunnudagurinn 8. apríl. Páskadagur
06:00  Hátíðarganga út í Páskahelli í Norðfirði. Mæting við vitann á Bakkabökkum. Fararstjóri: Ína Gísladóttir.
Fjölskylduganga á Grænafell í Reyðarfirði þar sem páskaeggið er opnað. Mæting við Geithúsárgil. Fararstjóri: Róbert Beck. 
Sparifatadagur í Oddskarði. Allir að mæta í sínu fínasta pússi í tilefni dagsins. Páskaeggjamót fyrir 8 ára og yngri. Allir fá páskaegg í lok keppni. 
Tónlist og notaleg stemning í sundlauginni á Eskifirði
Opið í Sjóminjasafninu á Eskifirði 
Heimildamyndin Veturhús um bresku hermennina sem urðu úti á Eskifjarðarheiði árið 1942 verður frumsýnd á Stöð 2.
Ferðafélag Djúpavogs - Ganga á Páskadag kl. 13 
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Ganga á Páskadag kl. 10
Páskaball með Hvanndalsbræðrum í Valaskjálf Egilsstöðum.

Mánudaginn 9. apríl. Annar í páskum
Kjötsúpukveðjuhátíð í Oddsskarði. Súpa seld í skálanum, allur ágóði rennu til björgunarsveitarinnar Gerpis á Norðfirði.  

Nánari upplýsingar um dagskrá og opnun í Austfirsku Ölpunum í Oddsskarði eru á www.oddsskard.is
Upplýsingar um dagskrá á Seyðisfirði um Páskana má finna á www.sfk.is  
Almennar upplýsingar er einnig að finna á www.east.is