Metaðsókn í gestavinnustofur Skaftfells

skaftfell gestavinnustofaTæplega 200 manns sóttu um að komast að í gestavinnustofum menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði á næsta ári en umsóknarfresturinn rann út fyrir skemmstu. Aldrei hafa fleiri sóst eftir að dveljast í vinnustofunum.

Skaftfell, sem er miðstöð myndlistar á Austurlandi, rekur gestavinnustofur fyrir myndlistarmenn með góðum árangri. Á undanförnum árum hafa yfir tuttugu alþjóðlegir listamenn dvalið árleg, alls þrír listamenn í senn og dvelja í lágmark 1 mánuð.

Aðsóknin hefur aukist ár frá ári. Þannig sóttu 50 manns um að komast í vinnustofurnar árið 2011, ári síðar voru þeir rúmlega 80 og fyrir árið í ár voru umsóknirnar tæplega 130. Fyrir næsta ár bárust alls 194 umsóknir sem er um 33% aukning.

Umsóknarfresturinn rann út 1. september síðastliðinn og fer sérstök valnefnd yfir umsóknirnar.

Á næsta ári munu fjórir norrænir og baltneskir listamenn, og einn þýskur listamaður, hljóta gestavinnustofudvöl með dvalar- og ferðastyrk, í gegnum Norrænu menningargáttina og Goethe-Institut.

Sækja þurfti sérstakleg um þær vinnustofur og bárust alls 118 umsóknir. Einnig bárust 76 umsóknir fyrir sjálfstæðri dvöl frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi, Ísrael, Kóreu og fleiri löndum.

Tilgangur starfseminnar er að styðja við sköpunarferli listamanna og veita þeim rými og tíma til að vinna að eigin listsköpun. Listamennirnir stýra sjálfir ferlinu og á meðan á dvöl þeirra stendur býðst þeim stuðningur og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells.

Listamennirnir taka þátt í starfsemi Skaftfells að mörgu leyti, með sýningarhaldi, opnum vinnustofum, listamannaspjalli og fræðslu, og eru brú stofnunarinnar við alþjóðlega listheiminn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.