Norðfjarðargöng: Fyrsta haftið sprengt - Myndir

nordfjardargong bomba 0063 webSegja má að framkvæmdir við ný Norðfjarðargöng hafi formlega hafist í dag þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sprengi fyrsta haftið í göngunum. Fjölmenni lagði leið sína að sprengjustaðnum í Eskifirði í dag.

Það var klukkan kortér yfir fjögur sem haftið var sprengt. Rökkvað var yfir sem gerði eldglæringarnar við upphaf sprengingarinnar enn augljósari. Hvellurinn frá sprengingunni buldi í fjöllum og á eftir lá reykmettuð lykt eins og á áramótum yfir.

Í verkið í dag voru notuð 600 kg að sprengiefni. Minni sprengingar hafa verið sprengdar síðustu daga til að búa til holu inni í bergið til að koma fyrir sprengiefninu.

Gestirnir biðu niður við skrifstofu verkfræðistofunnar Hnits sem hefur eftirlit með verkinu á meðan sprengingunni stóð. Aðeins þeir sem sprengdu, Hanna Birna, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri ásamt útvöldum starfsmönnum Suðurverks og MetroStav fengu að vera nálægt svæðinu í skjóli á bakvið búkollu.

Eftir sprenginguna fengu hins vegar gestir að fara inn á svæðið og skoða verksummerkin.

Gert er ráð fyrir að göngin verði alls 7900 metrar með vegskálum. Kostnaður við verkið er áætlaður rúmar tólf milljarðar króna. Göngin eiga að vera tilbúin í september 2017.

nordfjardargong bomba 0004 webnordfjardargong bomba 0007 webnordfjardargong bomba 0013 webnordfjardargong bomba 0027 webnordfjardargong bomba 0031 webnordfjardargong bomba 0036 webnordfjardargong bomba 0042 webnordfjardargong bomba 0053 webnordfjardargong bomba 0063 webnordfjardargong bomba 0069 webnordfjardargong bomba 0077 webnordfjardargong bomba 0079 webnordfjardargong bomba 0093 webnordfjardargong bomba hanna birna web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.