HAUST fer fram á að hundur sem bitið hefur fólk verði aflífaður

hundar des12Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hefur farið fram á að hundi sem bitið hefur í fólk á svæðinu verði lógað. Gerð var tilraun með að gelda hundinn en það virðist ekki hafa haft úrslitaáhrif á skapgerð hans.

Frá þessu er grein í fundargerðum heilbrigðisnefndar. Málið kom inn á borð HAUST síðsumars en hundurinn hafði þá bitið mannveru í fjórða skiptið á þremur árum. Slík atvik voru skráð í bæði nóvember í fyrra og júlí síðastliðnum.

Að ósk eiganda hundsins var hann geltur til að kanna hvort það hefði áhrif á skapgerð hans. HAUST heimilaði það og gaf sex vikna reynslutíma.

Að þeim tíma loknum gerði hundaþjálfari atferlismat á hundinum auk þess sem gæludýraeftirlitsmaður viðkomandi sveitarfélags, lögreglumaður og heilbrigðisfulltrúi fóru í heimsókn til að meta ástand hundsins og ræða við forsvarsmann hans.

Niðurstöður matsins gáfu ekki til kynna að ástand hundsins eða aðstæður hefðu breyst og var því gerð krafa um aflífun hans.

Eigandi hundsins nýtti sér andmælafrest sinn en í fundargerð heilbrigðisnefndar frá í síðustu viku segir að ekkert hafi komið fram sem breyti afstöðu hennar. Framkvæmdastjóra er því falið að krefjast aflífunar dýrsins.

Þær upplýsingar fengust hjá HAUST fyrir helgi að hundurinn hefði ekki enn verið aflífaður.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.