Norðfjarðargöng: Búið að grafa tæpa 35 metra
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. nóv 2013 16:36 • Uppfært 18. nóv 2013 16:37
Í lok síðustu viku var búið að grafa 34,8 metra af nýjum Norðfjarðargöngum eða 0,5% af heildarlengd ganganna. Þar af voru fimm metrar sprengdir við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn var.
Áætlað er að heildarlengd ganganna í bergi verði 7.542 metrar en þar fyrir utan bætast við 366 metrar af steyptum vegskálum.
Um það bil 100 metra hækkun er inni í göngunum á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Það eru tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk sem eru aðalverktakar ganganna en sprengjusérfræðingar þeirra stýrðu sprengingunni á fimmtudaginn var.