Skjólgóðir Austfirðir bjóða upp á sóknarfæri í fiskeldi

berufjordur fiskeldi fossardalur webSkjólgóðir firðir á Austurlandi geta hentað vel í fiskeldi. Finna þarf leiði til að koma fiskinum sem hraðast á erlenda markaði þannig hann haldist ferskur.

Þetta kom fram í máli Valdimars Inga Gunnarssonar, sjávarútvegsfræðings, á ráðstefnunni Auðlindin Austurland fyrir skemmstu.

Í dag eru alin um 8 þúsund tonn á ári af fiski hérlendis en spáð er að aukning verði um 5000 tonn strax á næsta ári. Útflutningsverðmætið í fyrra nam 4,9 milljörðum króna. „Ef áform í samræmi við leyfisumsóknir ná fram að ganga áætlar Landssamband fiskeldisstöðva að framleiðslan fari upp í 40.000 til 50.000 tonn fyrir árið 2030.“

Framleiðsla í fiskeldi hefur aukist um 60 milljónir tonna á heimsvísu undanfarin 15-20 ár. Alls eru framleidd rúm 60 milljón tonna af fiskmeti, þar af um helmingur þeirra í Kína.

Í dag eru til staðar rekstrarleyfi fyrir 18.000 tonna fiskeldi á Austfjörðum í Mjóafirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Berufirði og í Öræfum. Að auki er ræktuð um 600 tonn af kræklingi í Stöðvarfirði, Mjóafirði og Seyðisfirði.

„Auðlindin eru skjólgóðir firðir á Austfjörðum,“ sagði Valdimar. Hækkandi hitastig sjávar þýðir bæði að ræktun verður hagstæðari á nyrðri slóðum og óhagstæðari á þeim syðri. Slík hefur þróunin til dæmis orðið í Noregi.

Hann segir að rannsaka þurfi umhverfið til að geta nýtt svæðið betur þannig að dregið verði úr líkum á tjóni. Meðal ógnvaldanna séu brennimarglyttur sem valdið hafi talsverðu tjóni. Erlendis hafi mönnum tekist að hafa stjórn á þeim þannig að þar séu fordæmi til að læra af.

Eins þurfi að koma á strandsvæðaskipulagi til að koma á skynsamlegri nýtingu Austfjarða.

Helstu ókostirnir við fiskeldi á Austfjörðum er fjarlægð frá mörkuðum. Viku tekur að koma fiskinum á markað, annað hvort í Evrópu eða Bandaríkjunum. Til að mæta þessu þurfa skipaferðir frá svæðinu að vera tíðari og bæta kæliferlið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.