Dæmdur fyrir að berja annan mann með álskóflu

heradsdomur domsalurHéraðsdómur Austurlands dæmdi í vikunni karlmann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að sérstaklega hættulega líkamsárás en hann barði annan mann tvívegis í höfuðið með álskóflu.

Sá sem fyrir höggunum varð eymsli og bólgur hægra megin í andlitinu. Atvikið átti sér stað við verslunarmiðstöðina Molann á Reyðarfirði í október í fyrra.

Ákærði játaði verknaðinn fyrir dómi en sagði að hann og félagi hans hefðu verið að verja sig gegn hópi manna.

Ófriðurinn hófst utan við skemmtistað á Reyðarfirði en ákærði og vinur hans fóru þaðan gangandi en brotaþoli og félagar hans keyrðu á eftir. Þeir hafði stöðvað bílinn hjá þeim og farið út.

Í lögregluskýrslum kemur fram að til væringa hafi skorist þegar ákærði birtist með skófluna og veifaði henni. Brotaþoli sagðist hafa ætlað að afvopna ákærða en þá orðið fyrir höggunum.

Með tilliti til greiðrar játningar og hreins sakaferils var ákærði dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi til tveggja ára og til að greiða sakarkostnað upp á rúmar 70.000 krónur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.