Tuttugu stiga hiti á Dalatanga í gær: Aðeins tvisvar gerst áður í nóvember

mjoifjordur webRúmlega tuttugu stiga hiti mældist á Dalatanga um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Hitinn hefur aðeins tvisvar áður farið yfir tuttugu stig í nóvember á Íslandi síðan mælingar hófust. Mikil hlýindi voru víða um fjórðunginn og hækkaði hitastigið víða snögglega eftir hádegið í gær.

20,2 stiga hiti mældist á Dalatanga rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Hitinn hækkaði snögglega þar, úr 7 gráðum í 20 á um það bil hálftíma.

Á bloggsíðu Trausta Jónssonar, veðurfræðings, segir að aldrei hafi jafn hár hiti mælst jafnt seint á landinu. Aðeins hefur tvisvar áður mælst yfir 20 stiga hiti í nóvembermánuði, árin 1999 og 2001.

Hitamet mánaðarins er frá 1999 og mældist á 23,2 stig á Dalatanga. Dægurmetið frá í gær var áður 14,5 stig frá Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði árið 1994.

Á Reyðarfirði fór hitastigið úr 5 gráðum í 15 á nokkrum mínútum um klukkan þrjú í gær og hélst nokkurn vegin þannig fram yfir kvöldmat.

Átján stiga hiti mældist í Neskaupstað í gær en hitaaukningin var hraðari þar. Á Eskifirði var um 18 stiga hiti á milli klukkan fjögur og fimm.

Mikið hvassvirði fylgdi hlýindunum og átti reyndar sinn þátt í þeim.

Útlit er fyrir að hlýindin séu búin í bili. Veðurstofan spáir suðvestan og vestanáttum í dag, 18-25 m/s og kólnandi veðri. Í kvöld og á morgun dregur úr vindi og það kólnar. Spáð er slyddu eða snjókomu seinni partinn á morgun.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.