Skip to main content

Hús handanna býður upp á matarkörfur úr austfirsku hráefni

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. nóv 2013 13:51Uppfært 27. nóv 2013 14:16

kristjana sigurdardottir hus handanna matarkarfaHús handanna býður eins og fyrir síðastliðin jól upp á að gera gjafakörfur með austfirskum matvælum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal annars er hægt að fá sérbakað bygglaufabrauð frá Fellabakaríi.


„Við bjóðum upp á nokkrar staðlaðar körfur en getum líka blandað saman eins og hver og einn vill," segir Kristjana Sigurðardóttir, verslunarstjóri Húss handanna, en gestum var boðið að kynna sér körfurnar í hádeginu í dag.

Þannig er hægt að fá körfur frá tilteknum framleiðanda, til dæmis Klausturkaffi, Vallanesi, Holti og heiðum eða Eik eða blandaða eftir máltíðum, til dæmis morgunverðar eða eftirréttakörfum.

Síðan er á boðstólnum stór karfa sem inniheldur meðal annars harðfisk frá Kalla Sveins á Borgarfirði og hangikjöt frá Möðrudal.

Hús handanna hefur boðið upp á matarkörfurnar frá stofnun árið 2010 og þær eru í stöðugri þróun. „Að þessu sinni erum við með sérbakað bygglaufabrögð frá Fellabakaríi og skyrköku frá Mjólkurstöðinni í Neskaupstað. Síðan er boðið upp á þurrkaða sveppi sem snakk," segir Kristjana.