Orkuboltar í Neskaupstað: Vilja gera Gamla Vélaverkstæðið að miðstöð umhverfisvænnar orku

ispinnar jeff clemensen geir sigurpallÁhugahópur um orkusparnað, sem komið hefur verið á fót í Fjarðabyggð, vill að Gamla Vélaverkstæðið á Neseyri verði miðstöð umhverfisvænnar orkunotkunar á Austurlandi. Hópurinn vill meðal annars gera tilraunir með varmadælur.

Hópurinn vill að húsið verði ekki rifið heldur fái nýtt hlutverk sem miðstöð í sjálfbærri orkunýtingu. Þar verði komið upp kennslustofum þar sem nemendur í grunn- og framhaldsskólum geti kynnt sér þá möguleika sem fyrri hendi eru til að nýta orku á vistvænni og hagkvæmri hátt en í dag.

Jeff Clemensen, einn forsvarsmanna hópsins, segir að verkefnið geti bætt ímynd sveitarfélagsins og bendir á að sambærilegt verkefni sé í gangi í Esbjerg í Danmörku, vinabæ Neskaupstaðar.

Jeff hefur mikinn áhuga á varmadælum og vinnur að eigin verkefni sem hann kallar „Íspinnann." Tveir slíkir eru komnir í gagnið, annar hjá Jeff sjálfum í Neskaupstað en hinn á Fljótsdalshéraði. Þeir eru framleiddir úr áli hjá Alcoa Fjarðaáli og byggja á norrænni hönnun á varmadælum.

„Umræða um varmadælur er lítil hér á landi en þessi búnaður er mjög algengur á Norðurlöndum. Þessi búnaður hefur líftíma upp á 50 til 100 ár og sparar mikið rafmagn til lengri tíma litið á köldum svæðum," segir Jeff.

Hugmyndir Orkuboltanna ganga meðal annars út á að sett verði upp stór varmadæla með sjótengingu sem leysi af hólmi núverandi fjarvarmaveitu Neskaupstaðar. Hugmyndirnar hafi verið útfærðar í samvinnu við danskan hóp sem sé tilbúinn að koma til landsins og útfæra hugmyndina nánar með heimamönnum.

„Það er mikilvægt að við hugsum um vistvæna orkunotkun og að við brennum ekki olíu til þess að kynda hér í Neskaupstað. Síldarvinnslan eru hætt að brenna olíu og hefur náð miklum árangri í rekstri með aukinni notkun vistvænnar orku."

Í könnun sem Orkustofnun vann fyrr á þessu ári kom fram að hæsti kostnaður við raforkunotkun og húshitun í þéttbýli sé í Neskaupstað, á Grundarfirði og Vopnafirði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.