Polar Amaroq verður Beitir NK: Núverandi Beitir seldur til Noregs

img 8399 webBeitir NK hefur verið seldur til Noregs upp í kaup grænlenska útgerðarfélagsins Polar Pelagic, sem Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í. Togarinn Polar Amaroq, sem grænlenska félagið keypti í vor, færist til Síldarvinnslunnar og verður að Beiti.

Þetta var tilkynnt á vef Síldarvinnslunnar fyrir stundu. Þar segir að Polar Pelagic hafi vantað vinnsluskip, sérstaklega til að nýta makríl sem veiddur er innan grænlenskrar lögsögu.

Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent nýjum eigendum um miðjan desember. Beitir fer í slipp til Danmerkur fyrir þann tíma og einnig verður ráðist í endurbætur á skipinu. Áhöfn Beitis verður næstu vikurnar á síldveiðum á Birtingi NK sem að undanförnu hefur legið í höfn á Seyðisfirði.

Polar Amaroq kom til Polar Pelagic í mars á þessu ári en skipið er smíðað árið 1997. Það er 2148 brúttótonn að stærð og rúmar um 2100 tonn, eins og núverandi Beitir.

Síldarvinnslan keypti Beiti árið 2009 en hann var smíðaður árið 1998. Gardar, sem fer til Grænlands, var smíðaður árið 2004 og lengdur árið 2006. Skipið er 3.200 brúttótonn að stærð og getur lestað 2535 tonn. Hægt er að frysta 140 tonn af heilfrystum fisk á sólarhring en frystirýmið rúmar 1000 tonn.

Polar Amaroq, væntanlegur Beitir, við komuna til Neskaupstaðar í mars. Mynd: Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.