Vilja hið minnsta þrjátíu opinber störf í viðbót á Austurland

valdimar o hermannsson mai12Austfirskir sveitarstjórnarmenn skora á ríkisvaldið að færa að minnsta kosti þrjátíu ný störf inn í fjórðunginn. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir menn hafa unnið að því að efla undirstöðurnar, meðal annars með stofnun Austurbrúar, til að vera betur í stakk búnir að taka við verkefnum frá ríkinu.

„Við höfum reynt að vinna okkar heimavinnu til að vera tilbúnir að taka við störfum og sinna þeim fyrir ríkið," segir Valdimar O. Hermannsson, formaður SSA.

Á þingi SSA fyrri í haust var samþykkt ályktun þar sem lögð var áhersla á að SSA og Austurbrú fengju að minnsta kosti 30 störf inn í fjórðunginn á næstu árum og þeim yrði fundinn staður sem víðast.

„Eitt af meginmarkiðunum með stofnun Austurbrúar var að búa til öflugri stjórnsýslu í fjórðungnum sem gæti tekið á móti og séð um verkefni á vegum ríkisins."

Hann vísar einnig til skýrslu frá Háskólanum á Akureyri um skatttekjur og ríkisútgjöld í Norðausturlandi. Þar kom fram að Austurland fær hálfum milljarði króna minna á ári í háskóla- og rannsóknarstarf. Afleiðingin er að í það minnsta 50 ársverk í þeim geira eru unnin annars staðar á landinu á kostnað Austfirðinga.

Valdimar segir SSA einnig hafa talað fyrir því að ríkisstofnanir eins og Umhverfisstofnun og Matvælastofnun taki að sér yfirstjórn og eftirlit með innleiðingu reglugerða en framselji verkefni sem hægt sé að vinna heima í héraði, til dæmis við eftirlit, til Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

„Það gleymist oft í umræðunni um ríki og sveitarfélög að við erum partur af hinu opinbera. Skiptingin í dag er 70-30 ríkinu í hag en við viljum jafna þetta bil."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.