Tilboð opnuð í grisjun skóga: Skógrækt vex úr grasi sem atvinnugrein

heradsskogar grisjun utbod 0006 webÍ hádeginu í dag voru opnuð tilboð í grisjun á tæpum fimmtán hekturum af lerkiskógum á Héraði. Verkefnastjóri hjá Héraðsskógum segir útboðin til marks um að skógræktin sé að verða sjálfbær atvinnugrein.

„Atvinnuvegurinn er að verða stærri," segir Sherryl Curl, verkefnastjóri hjá Héraðsskógum. Tvö útboð voru opnuð í dag og skammt er síðan það þriðja var opnað. Um að ræða grisjun á þrjátíu ára gömlum lerkiskógum sem eru í hópi elstu bændaskóganna á Fljótsdalshéraði.

„Við viljum grisja lerkiskóga um 15 ára aldurinn en það gekk ekki með þessa skóga. Með því að grisja skógana fyrr fáum við gildari tré og betri."

Því hefur verið lögð áhersla á umhirðu ungskóga hjá Héraðsskógum síðustu ár. Auk skógarbænda sem grisja, bæði hjá sjálfum sér og mögulega á næstu bæjum, eru orðnir til tveir atvinnuskógarhöggsmenn.

„Við höfum nóg af verkefnum handa þeim en vöntun er á fleiri skógarhöggsmönnum. Þetta er erfiðisvinna sem krefst góðrar þekkingar á skógi og skilning á verðmæti hans. Það sem þarf er því þekking, öryggisbúnaður og sög." segir Sherry.

Afdrif trjánna sem felld verða eru í höndum landeigenda. Viðurinn getur nýst í girðingarstaura, kurl og sem kolefnisgjafi hjá járnblendiverksmiðjunni Elkem á Grundartanga, svo eitthvað sé nefnt.

Þrjú tilboð bárust í grsjun á tíu hekturum á Melum í Fljótsdal en kostnaðaráætlun var upp á 8,2 milljónir króna. Sex tilboð bárust á móti í verkið á Strönd sem eru aðeins þrír hektarar en kostnaðaráætlun þar var tæpar 1,4 milljónir.

Næsta skref er að ræða við landeigendur sem eiga forgang á grisjuninni og geta gengið inn í tilboðið en málin skýrast á næstu dögum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.