Austurvarp: Hafnfirðingar eru miklir smekkmenn á jólatré
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. des 2013 12:58 • Uppfært 13. des 2013 14:53
Sala jólatrjáa stendur sem hæst þessa dagana. Fyrr í vikunni voru um 200 jólatré send frá Héraði suður í Hafnarfjörð þar sem þau fara á markað Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
Hafnfirðingar hafa ákveðnar skoðanir, eins og flestir, á því hvernig þeir vilja hafa jólatrén sín. Þeir hafa því undanfarin ár pantað tré af skógarbændum á Fljótsdalshéraði.
Við slógumst í för með Skúla Björnssyni sem var að fella trén og gera þau ferðbúin og hann fór meðal annars yfir helstu einkenni fallegra jólatrjáa.