Leit að skipverja hófst í birtingu
Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi héldu áfram leit að skipverjanum sem saknað er af flutningaskipinu Alexiu í birtingu í morgun.Björgunarsveitirnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi þegar grunur kviknaði um að skipverjinn hefði fallið útbyrðis úti fyrir minni hafnarinnar á Reyðarfirði. Slæmt veður var á svæðinu í gærkvöldi og var meðal annars björgunarskipinu Hafbjörgu frá Norðfirði snúið við.
Hafbjörg fór aftur af stað í morgun auk þess sem Sveinbjörn fór frá Vopnafirði klukkan fjögur í nótt. Þá er notast við harðbotna björgunarbáta frá sveitum á svæðinu. Tvö skip fóru einnig á leitarsvæðið.
Leitin beinist aðallega að svæðinu í kringum og suður af Seley, sem er fyrir minni Reyðarfjarðar. Fjögur verðar gengnar eins og hægt er en víða er erfitt um vik þar sem klettar eru í sjó fram í utanverðum Reyðarfirði.