Vetrarferðamennska á Austurlandi hlaut hæsta styrkinn úr Þróunarsjóði ferðamála

island allt arid styrkur des13Klasasamstarf um markaðssetningu á vetrarferðum á Austurlandi hlaut hæsta styrkinn, fjórar milljónir króna, þegar úthlutað var úr Þróunarsjóði ferðamála í gær. Af þeim 33,5 milljónum sem úthlutað var fóru 9,55 milljónir til fjögurra austfirskra verkefna.

Alls fengu nítján verkefni um allt land úthlutað úr sjóðnum sem að standa Landsbankinn og atvinnuvegaráðuneytið.

Sjóðurinn var stofnaður í tengslum við verkefnið Ísland allt árið og markmiðið með starfrækslu hans er að efla starfsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu utan háannatíma og auka arðsemi þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og barst honum 61 umsókn að þessu sinni.

Þróunarsjóðnum er ætlað að styðja við samstarfsverkefni fyrirtækja á tilteknum svæðum eða afbragðsverkefni stakra fyrirtækja undir sömu formerkjum. Hvatt er til samstarfs skapandi greina við fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Sjóðurinn styrkir einkum verkefnisstjórn, greiningarvinnu, undirbúning verkefna, kaup á ráðgjöf og þróun hugmynda en einnig önnur verkefni sem stuðlað geta að lengingu ferðamannatímans. Styrkir sjóðsins geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnis.

Austfirsku verkefninin:

Ferðaklasinn ÆSA – Vetrarupplifun á Austurlandi – 4.000.000 kr.
Verkefnið snýst um markaðssetningu á vönduðum ferðum sem byggja á sérstöðu landshlutans og miða að því að ná ferðamönnum til lengri dvalar á Austurlandi yfir veturinn.

Skrifstofa ferða- og menningarmála – Aldamótabærinn Seyðisfjörður-Skapandi allt árið – 2.150.000 kr.
Klasasamstarf skapandi greina og ferðaþjónustu á Seyðisfirði. Markmiðið er að markaðssetja, og þróa afþreyingu fyrir ferðamenn til að lengja ferðamannatímann.

Djúpavogshreppur – Haustafþreying í Djúpavogshreppi – 2.400.000 kr.
Markaðssetning smalamennsku og hreindýraskoðunar, veiða á ref og mink, og selaskoðunar á bátum í umhverfi myrkurs og norðurljósa.

Austurför ehf. – Veiði- og útivistarveisla á Fljótsdalshéraði – 1.000.000 kr.
Veiði- og útivistarveislan dregur fram styrkleika Fljótsdalshéraðs þegar kemur að veiði og útivist og stuðlar að því að lengja ferðamanntímabilið inn í veturinn.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.