Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot: Sterar og harður diskur gerðir upptækir

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurlands sýknaði í dag lögreglumann af ákæru um kynferðisbrot fyrir að hafa haft í fórum sínum barnaklám. Harður diskur í hans eigu og sterar voru hins vegar gerðir upptækir. Maðurinn sagði efnið hafa komið á diskinn með öðru efni sem hann hefði sótt sér.

Diskurinn fannst við húsleit á heimili mannsins en hann var grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn heimilaði húsleitina og rannsóknin málsins leiddi ekki til ákæru.

Á disknum, sem var inni í læstum peningaskáp, fundust 11 hreyfimyndir sem sýndu börn á „kynferðislegan og klámfengin hátt." Þ

Maðurinn sagði að diskurinn hefði verið geymdur á öruggum stað því hann hefði innihaldið viðkvæmt og persónulegt myndefni. Fram kemur að á honum hafi fundist „gríðarlegt magn af klámefni, þar með talið klám sem sakborningur virðist hafa framleitt af sjálfur af sér og konum."

Maðurinn sagði myndskeiðin með börnunum hafa fylgt öðru efni sem hann hefði sótt á skrádeilingavefinn PirateBay. Hann sagðist ekki hafa myndskeiðin, sem voru saman í möppu, neitt „gaumgæfilega."

Dómurinn taldi ákærða hafa sýnt vilja til að svara spurningum ákæruvaldsins, meðal annars um tæknileg efni og þar með að upplýsa málið. Hann neitaði alfarið þeirri sök að hafa geymt efnið þarna af ásettu ráði. Í ljósi þess að það fannst á disknum innan um „gríðarlega mikið magn" annars efnis þótti rétt að sýkna manninn því ákæruvaldinu hefði ekki tekist að hrekja frásögn mannsins.

Harði diskurinn og sterarnir voru gerðir upptækir en allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.