Skip to main content

Norðfjarðargöng: 300 metra múrinn rofinn fyrir jólafrí

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. des 2013 15:51Uppfært 23. des 2013 15:51

nordfjardargong jol2013Jólafrí starfsmanna við gerð nýrra Norðfjarðarganga hófst á laugardag og liggur því gangnagerði niðri næstu tvær vikurnar.


Gröfturinn hefur gengið vel síðustu vikur og verið grafnir yfir 60 metrar að meðaltali. Í síðustu viku voru grafnir 66 metrar og alls 308,5 metrar eða 4% af heildarlengd ganganna.

Starfsmenn stilltu sér upp til myndatöku fyrir síðustu sprenginguna. Þá var búið að hlaða stafninn í 304 metrum en sprengdir voru 4,5 metrar í viðbót.

Norðfjarðarmegin er í gagni undirbúningsvinna en líklega verður byrjað að sprengja þeim megin í lok janúar.

Ljósmynd: Ales Gothard/Metrostav