Fljótsdalshérað varar íbúa við: Ekkert hægt að moka í blindbyl

fjardarheidi 30012013 0006 webSveitarfélagið Fljótsdalshérað sendi í gær frá sér viðvörun til íbúa um að ekki sé hægt að treysta færð á vegum innan sveitarfélagsins verstu veðurspár ganga eftir. Líkur séu á að áætlanir um snjómokstur gangi ekki eftir.

„Við reiknum með vondu veðri, bæði í kvöld og á morgun. Þess vegna stefnum við á að moka ekkert á jóladag," segir Úlfar Trausti Þórðarson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Fljótsdalshéraðs.

Í tilkynningunni segir að ekki sé hægt að samkvæmt áætlunum verði götur í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ ruddar á annan dag jóla en í dreifbýli eftir því sem tök verða á.

„Við búum okkur undir vont veður og erum að reyna að vara fólk við að fara mikið út úr húsi ef spárnar rætast.

Auðvitað getur allt breyst ef veðrið verður fyrr á ferðinni. Ef það verður orðið gott á jóladag þá förum við af stað þá til að moka.

Moksturinn gæti samt líka dregist fram á föstudag. Það er ekkert hægt að moka í blindbyl. Það þýðir ekkert."

Veðurstofan spáir norðan og norðaustan 13-25 m/s hvassviðri seinni partinn í dag og fram eftir degi á öðrum degi jóla. Útlit er fyrir að hvassara verði út við ströndina heldur en inn til landsins. Hvassviðrinu fylgir einnig nokkur úrkoma í formi snjókomu eða slyddu.

Vegfarendum er bent á að kanna vel færð og veðurhorfur áður en lagt verður í lengri ferðalög.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.