Fjórar björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma lækni á móts við sjúkling

rutubjorgun 09102013 nikkibraga 2 webFjórar björgunarsveitir tóku þátt í því í gærkvöldi að koma lækni á móts við sjúkling frá Djúpavogi. Um þrjátíu manns tóku þátt í aðgerðinni og skiluðu þeir síðustu sér ekki heim fyrr en um átta tímum eftir útkallið.

Það var á níunda tímanum í gærkvöldi sem Björgunarsveitin Gerpir úr Neskaupstað var kölluð út til að koma lækni yfir Oddsskarð á móts við sjúkrabíl sem var á leið frá Djúpavogi með sjúkling á leið í flug á Egilsstöðum.

Lagt var af stað á tveimur bílum. Færð og veður reyndust afleitt og voru fjallvegir sérlega seinfarnir. Brátt varð ljóst að kalla þyrfti út frekari aðstoð.

Þegar upp var staðið höfðu fjórar björgunarsveitir af Austfjörðum tekið þátt í að koma hinum slasaða til Egilsstaða og voru notaðir til þess fimm sérútbúnir jeppar, tveir snjóbílar, tvö snjóruðningstæki og tveir sjúkrabílar.

Síðustu björgunarmenn skiluðu sér í hús um klukkan sex í morgun en alls tóku um 30 manns þátt í aðgerðinni, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.

Þá þurfti björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði að aðstoða nokkra ökumenn á Fagradal í nótt.

Vind er tekið að lægja en um og yfir 30 m/s vindhraði mældist í hviðum á flestum austfirskum fjallvegum um níu leytið í morgun. Samkvæmt kortum Vegagerðarinnar eru allir fjallvegir á Austurlandi ófærir, þar á meðal Fagridalur og Oddsskarð.

Veðurspár gera ráð fyrir norðan 13-23 m/s fram á kvöld og töluverðri rigningu eða slyddu.

Messuhaldi hefur víða verið frestað, svo sem í Valþjófsstaðar- og Áskirkjum, Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkjum og Þingmúlakirkju.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.