Skip to main content

Níu stæður brotnar í línunni á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. des 2013 16:40Uppfært 25. des 2013 16:41

raflinur isadar landsnetAð minnsta kosti stæður brotnuðu í rafmagnslínunni á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í nótt. Enginn notandi varð þó rafmagnslaus af þeim sökum.


Háspennulína á milli Stuðla í Reyðarfirði og Eskifjarðar leysti út klukkan hálf fjögur í nótt. Við skoðun eftir hádegi í dag kom í ljós að minnsta kosti níu stæður hefðu brotnað í línunni.

Viðgerðarmenn eyddu deginum í að kanna hvort fleiri stæður hefðu skemmst vegna ísingar. Enginn notandi varð rafmagnslaus þótt línan dytti út.

Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði aðstoðaði í dag við flutning sjúklings yfir Fjarðarheiði í Egilsstaði. Snjóbíll sveitarinnar og snjóbíll af skíðasvæðinu í Stafdal voru notaðir til að grófmoka leiðina.

Vegagerðin kom á móti frá Egilsstöðum með snjóblásara og snjóplóg. Sjúklingurinn var fluttur yfir í jeppa björgunarsveitarinnar.

Mynd: Landsnet