Fjarðabyggð skoðar möguleika á að stofna leigufélag: Mikil eftirspurn eftir leiguhúsnæði

pall bjorgvin gudmundsson 2012 skorinSveitarfélagið Fjarðabyggð hefur leitað eftir samstarfi við nágrannasveitarfélög um hvort forsenda sé fyrir að koma á fót leigufélagi um íbúðir. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir þó nokkrar íbúðir standa auðar þótt eftirspurnin sé mikil,

„Hugmyndin er að kanna hvort hægt sé að liðka til á markaðinum. Margir hafa kvartað yfir að erfitt og flókið sé að leigja íbúðir af Íbúðalánasjóði og við viljum skoða hvort svona félag gæti hjálpað til," segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Hugmyndin var rædd á síðasta bæjarráðsfundi eftir fundi með Alcoa Fjarðaáli og bæjarstjóranum falið að ræða við starfsbræður sína hjá nágrannasveitarfélögunum Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði.

Páll Björgvin segir hugmyndina að stofna leigufélag sem að standi ekki bara sveitarfélögin heldur líka fyrirtæki og aðrir sem hafi hag af og þurfi tímabundið húsnæði undir starfsfólk og aðra. Félagði myndi vinna með Íbúðalánasjóði en Páll segir sjóðinn eiga töluvert mikið af auðu húsnæði á Austurlandi.

„Það var gríðarleg eftirspurn í sumar og haust eftir leiguhúsnæði og við fundum fyrir henni. Við þrýstum þá mikið á Íbúðalánasjóð á að leigja út eignir," segir Páll.

Hann segir sjóðinn hafa brugðist vel við og auglýst húsnæði til leigu. Leigjendum þyki ferlið hjá sjóðnum hins vegar „formfast og flókið" auk þess sem auglýsingar hafi viljað fara fram hjá hugsanlegum leigjendum.

Hugmyndirnar um leigufélagið snúast um að einfalda ferlið og gera það aðgengilegra.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.