Hvetja til betri nýtingar á starfsstöðvum Austurbrúar
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. des 2013 12:55 • Uppfært 30. des 2013 12:57
Sveitastjórn Djúpavogs hvetur til þess að leitast verði við að manna starfsstöðvar Austurbrúar á Djúpavogi og Seyðisfirði á næstunni. Það muni styrkja starfsemina.
Sveitarstjóri Djúpavogs, Gauti Jóhannesson, sendi stjórn Austurbrúar nýverið bréf þar sem bent er á að starfsstöðvarnar séu ekki fullmannaðar þótt stefnt hafi verið á tvo starfsmenn á hvorri í upphafi.
Bent er á að við ráðningar hjá stofnuninni að undanförnu hafi ekki verið leitast við að manna þessar stöðvar. Bréfin fylgir hvatning um að bæta þar úr því með því móti verði starfsemin styrkt.
Erindið var tekið fyrir á síðasta stjórnarfundi Austurbrúar og þar samþykkt tillaga um að næstu störf sem þar verði auglýst og séu ekki háð annarri staðsetningu verði auglýst á stöðunum tveimur.