Hestamenn á Norðfirði leggjast gegn blandaðri frístundabyggð við félagssvæðið

jolamarkadur blaes 0013 webFélagsmenn í Hestamannafélaginu Blæ á Norðfirði leggjast gegn hugmyndum um blandaða frístundabyggð í nágrenni við félagssvæði félagsins. Hugmyndir hafa verið þar uppi um svæði fyrir frístundafjárbændur.

Í ályktun frá aðalfundi Blæs er skorað á bæjaryfirvöld að klára deiliskipulag fyrir hesthúsbyggðina á Kirkjubólseyrum þar sem félagssvæðið er í dag.

Enn fremur er það ítrekað að ekki komi til greina en að byggðin sem rísi á félagssvæðinu og við reiðhöllina Dalahöllina verði eingöngu hesthúsabyggð.

„Allar hugmyndir um blandaða frístundabyggð séu gersamlega óásættanlegar af hálfu Hestamannafélagsins Blæs. Blönduð frístundabyggð getur með engu móti fallið að þeirri starfsemi sem rekin er á þessu svæði og augljóst að stærð svæðisins rúmar ekki annað en hesthúsabyggingar sé litið fram í tímann."

Hugmyndir hafa verið uppi um að úthluta fjárbændum í Norðfirði svæði í nágrenninu. Á fundi bæjarstjórnar fyrir skemmstu sagðist Stefán Már Guðmundsson, Fjarðalistanum, skilja hvers vegna hestamennirnir vildu ekki hafa sauðféð í kring. Þá vantaði beitarland fyrir kindurnar.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Framsóknarflokki, sagðist ekki fyllilega skilja rök hestamanna. Blönduð byggð hafi víða farið vel saman, til dæmis á Húsavík.

„Það liggja fyrir þrjár umsóknir um frístundasauðfjárbúskap og við þurfum að lesa þær. Við vitum að það eru aðilar sem vilja halda sauðfé og höfum hugsað okkar að þetta fari saman. Þetta þarf samt ekki að vera sömu megin við götuna," sagði hann en vegurinn að nýjum Norðfjarðargöngum mun liggja um svæðið.

Hann bætti því enn fremur við að það væri bændanna sjálfra að finna beitarlandið. Þeir þyrftu eflaust að leigja sér beitarrétt eins og fleiri bændur.

Mynd: Frá jólamarkaði Blæs í Dalahöllinni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.