Gerpir fyrsta björgunarsveitin til að vera kölluð út á nýju ári

brimrun4 wbBjörgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað var í nótt fyrsta björgunarsveitin sem kölluð var út á nýju ári, samkvæmt fréttum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Sveitin var kölluð út klukkan 5:33 í nótt vegna tveggja bíla sem sátu fastir Eskifjarðarmegin í Oddsskarði.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ófært á Oddsskarði, Fjarðarheiði, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarði og Möðrudalsöræfum.

Flughált er í kringum Vopnafjörð og á Héraði. Hálfa og snjókoma er á Fagradal og hálka eða hálkublettir á öðrum leiðum.

Veðurstofan spáir norðaustan 13-20 m/s og slyddu eða rigningu í dag. Vindinn lægir með kvöldinu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.