Erlendir ferðamenn sátu pikkfastir á leiðinni á Mývatn

brimrun1 webBjörgunarsveitin Vopni var kölluð út í gærkvöldi til að bjarga erlendum ferðamönnum í vandræðum á Möðrudalsöræfum.

Sveitin var kölluð út seint í gærkvöldi til bjargar fimm japönskum ferðamönnum sem fest höfðu bílaleigubíl sinn á Möðrudalsöræfum, rétt hjá afleggjaranum til Vopnafjarðar.

Á Facebook-síðu sveitarinnar segir að ferðamennirnir hafi ákveðið að fara frá Egilsstöðum eftir kvöldmat í Dimmuborgir þar sem þeir áttu bókaða gistingu, þrátt fyrir að vegurinn væri skráður ófær og ekkert verið ruddur á nýársdag.

Björgunarsveitin Gerpir var kölluð út á nýársnótt til að losa bíla á Oddsskarði sem stóðu fastir fyrir ruðningstæki. Losa tókst bílana án aðstoðarsveitarinnar og ruðningstækið komst sína leið.

Um klukkan sex í gær aðstoðaði björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði við sjúkraflutning yfir Oddsskarð. Snjóplógur var með í för og gekk ferðin vel.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.