Gulleggið: Keppni fyrir frumkvöðla

gulleggid2014Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrið Innovit stendur fyrir keppninni um Gulleggið. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir athafnafólk til að fá þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda.

Gulleggið er ein vinsælasta frumkvöðlakeppni sem haldin er á Íslandi og er öllum heimilt að taka þátt. Keppnin að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum.

Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Þannig er keppnin orðin gæðastimpill á viðskiptahugmyndir og fyrir frumkvöðla sem munu á næstu árum laða að enn fleiri fjárfesta, skapa ný störf og verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag.

Keppnin er tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum í samstarfsháskólum Gulleggsins boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Allt frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta.

Þátttaka í Gullegginu er krefjandi áskorun sem nýtist þátttakendum til framtíðar. Frumkvöðlakeppnin er þrískipt og byggir fyrst á mótun viðskiptahugmynda, næst á gerð viðskiptaáætlana og síðast á kynningu fyrir hópi sérfræðinga og fjárfesta.

Umsóknarfrestur er til 20. janúar og í fyrsta áfanga er nóg að skila inn stuttri lýsingu á viðskiptahugmyndinni. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á www.gulleggid.is

Alcoa Fjarðaál er einn af styrktaraðilum Gulleggsins. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Clara, Pink Iceland og Tónlistarskóli Maximúsar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.