Tuttugu nemendur valdir í fyrsta mánuðinn í LungA-skólanum

9327666397 429b0fb710 bTuttugu nemendur frá tíu þjóðlöndum mæta til Seyðisfjarðar í byrjun marsmánaðar til að taka þátt í tilraunamánuði fyrsta íslenska lýðháskólans. Skólinn byggir á hugmyndum LungA listahátíðarinnar.

„Viðbrögð nemendanna sem komust inn voru yndisleg því mörg þeirra áttu ekki von á að komast inn í fyrstu umferð," segir Björg Sigfinnsdóttir, einn af stofnendum skólans.

Fyrstu nemendurnir verða í skólanum 10. mars – 6. apríl í svokölluðum „Beta-mánuði" sem er forsmekkurinn að því sem koma skal.

„Á þessum mánuði munum við prófa eins mikið úr námskránni okkar og mögulegt er í umfangsminni og styttri útgáfum. Nemendurnir fá tækifæri til að hjálpa okkur til að fínpússa námsskránna í gegnum ýmis samtöl."

Markmið skólans er að bjóða upp á menntun sem þroskar bæði sjálf nemenda og hæfileika þeirra til listrænnar tjáningar. Framvegis verða kenndar tvær annir við skólann, að hausti og vetri, sem hvor um sig verður 16-18 vikur.

Nemendurnir munu koma til Seyðisfjarðar og búa og starfa í skólanum. LungA skólinn er alþjóðleg menntastofnun og aðaltungumálið enska.

Í fyrsta nemendahópnum koma nemendur frá tíu löndum, þar ámeðal Íslandi, Ástralíu, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Umsóknarfrestur var til 1. desember og fyrir jól var nemendum tilkynnt um hvort þeir hefðu komist inn.

„Við fengum töluvert fleiri umsóknir en pláss er fyrir sem er bara jákvætt. Næstu mánuðir fara í að fínpússa allt saman, klára alla samninga við samstarfsaðila hér í bænum og undirbúa komu nemendanna frá a-ö."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.