Öndum fækkar á Lagarfljóti: Fækkunin hófst fyrir virkjun

karahnjukarÖndum á Lagarfljóti hefur fækkað verulega eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjun og í einhverjum tilfellum hraðar þar en heldur en öðrum svæðum í nágrenninu. Fækkunin hófst hins vegar um ári áður en vatni var veitt í fljótið úr Jökulsá á Dal. Verri lífsskilyrði í fljótinu kunna hins vegar að valda lengri niðursveiflu en ella.

Þetta kemur fram í skýrslunni „Hávellur á Lagarfljóti og vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2012" sem Náttúrustofa Austurlands vann fyrir Landsvirkjun en fylgst er með áhrifum Kárahnjúkavirkjunarinnar á lífríkið í og í kringum fljótið.

Taldar voru hávellur og skúfendur sem eru buslendur og stokkendur sem tilheyrir kaföndum. Sama þróun virðist eiga við um þær allar. Öllum tegundunum fækkar á Lagarfljóti ári áður en vatni er veitt úr Hálslóni yfir í fljótið.

Sveiflur hafa áður átt sér stað í þessum stofnum en í skýrslunni segir að fækkunin eftir árið 2007 komi í kjölfarið á eðlilegri niðursveiflu.

Bent er á að aukið grugg í Lagarfljóti kunni að hafa rýrt fæðuframboð andanna og það geti einnig orðið til þess að niðursveiflan verði lengri heldur en ella. Varað er við að niðursveiflan virðist þegar vera orðin óvenju langvinn.

Í skýrslunni er bent á að skúföndum hafi fjölgað á Fljótsdalshéraði árin 2008-10 en fækkað á Lagarfljóti. Það kunni því mögulega að vera millilendingarstaður.

Fjölgun hávella hefur víðar verið svipuð og hér. Á Suðvesturlandi fjölgaði þeim árin 2000-8 en fækkaði eftir það. Þá er farið að telja þær á Fljótsdalsheiði en þær talningar eru enn tæplega marktækar.

Fleiri umhverfisþættir heldur en gruggið geta haft áhrif á lífsskilyrði andanna, svo sem hitasveiflur. Stokkendurnar hafa yfirleitt haldið til í vökum á fljótinu sem leggur aðeins í hörðustu árum.

Flestar þeirra hafa verið á milli Egilsstaða og Fella. Þar sást hins vegar engin stokkönd við vetrartalningar 2011.

Aukið rennsli í Lagarfljóti þýðir hins vegar að vakirnar hafa stækkað og því geta stokkendurnar valið úr stærra svæði en áður í stað þess að safnast saman á litlu svæði við Fellabæ. Mildir vetur geta einnig valdið því að vötn verða fyrr íslaus sem þýðir að endurnar dreifast yfir stærra svæði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.