Skip to main content

Viðgerð lauk á Vopnafjarðarlínu í morgun: Meira skemmd en talið var

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. jan 2014 14:46Uppfært 06. jan 2014 14:47

raflinur isadar landsnetViðgerð á Vopnafjarðarlínu snemma í morgun en viðgerðarflokkar höfðu verið þar að störfum í tvo daga. Skemmdir á línunni voru mun meiri en í fyrstu var áætlað.


Línunni var slegið inn rétt fyrir klukkan hálf sjö í morgun en hún hafði verið úti síðan á gamlársdag. Á meðan var almennu álagi á Vopnafirði sinnt með varaafli, að því er fram kemur á vef Landsnets.

Í birtingu á laugardagsmorgun var byrjað að koma tækjum að bilanastað á Hellisheiði. Slæmt veður varð til þess að ekki var hægt að byrja þá að gera við.

Viðgerð hófst því af alvöru um hádegi í gær. Þá kom í ljós að skemmdir á línunni voru meiri en talið var, slit á fleiri stöðum og þrjár þverslár brotnar.

Þá var mikil og erfið vinna við að moka leiðara á bilanastað úr fön og hreinsa af þeim ísingu en ekki var hægt að koma tækjum að við það verkefni.