Viðgerð lauk á Vopnafjarðarlínu í morgun: Meira skemmd en talið var

raflinur isadar landsnetViðgerð á Vopnafjarðarlínu snemma í morgun en viðgerðarflokkar höfðu verið þar að störfum í tvo daga. Skemmdir á línunni voru mun meiri en í fyrstu var áætlað.

Línunni var slegið inn rétt fyrir klukkan hálf sjö í morgun en hún hafði verið úti síðan á gamlársdag. Á meðan var almennu álagi á Vopnafirði sinnt með varaafli, að því er fram kemur á vef Landsnets.

Í birtingu á laugardagsmorgun var byrjað að koma tækjum að bilanastað á Hellisheiði. Slæmt veður varð til þess að ekki var hægt að byrja þá að gera við.

Viðgerð hófst því af alvöru um hádegi í gær. Þá kom í ljós að skemmdir á línunni voru meiri en talið var, slit á fleiri stöðum og þrjár þverslár brotnar.

Þá var mikil og erfið vinna við að moka leiðara á bilanastað úr fön og hreinsa af þeim ísingu en ekki var hægt að koma tækjum að við það verkefni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.