Strætó fækkar ferðum austur í vetur

straeto blargulurFerðum Strætó á milli Akureyrar og Egilsstaða hefur verið fækkað um tvær í viku. Talsmaður fyrirtækisins segir menn vonast til að bæta sætanýtinguna með þessum breytingum. Ferðum verði að líkindum fjölgað aftur í sumar.

Í byrjun vikunnar voru kynntar breytingar á leið 56 sem gengur á milli Egilsstaða og Akureyrar sem ekur nú fjóra daga í viku í stað sex áður.

Keyrt verður mánudaga, miðvikudaga, föstudag og sunnudaga en ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum fellur niður.

„Með þessu vonumst við til að hver ferð nýtist betur," segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó.

Hann segir fátt annað benda til þess en ferðum verði fjölgað aftur í sumar. Það sé þó í höndum Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsveitum, sem skipuleggur aksturinn.

Eins og Austurfrétt hefur greint frá hefur orðið meira tap á akstrinum en ráð var fyrir gert og viðræður verið á milli Eyþings og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um aukna kostnaðarþátttöku SSA. Við því hefur ekki verið orðið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.