Ökumenn í vandræðum á Möðrudalsöræfum í nótt

brimrun5 webBjörgunarsveitir voru kallaðar út í nótt til að aðstoða ökumenn á leið um Háreksstaðaleið. Slydduél hefur reynt á raflínur á svæðinu.

Björgunarsveitin Jökull á Jökuldal var kölluð út vegna ófærðar á Háreksstaðaleið um miðnætti. Tilkynnt var um að fjórir bílar sætu þar fastir en þegar á staðinn var komið reyndust tólf bílstjórar þurfa aðstoð.

Ófært og óveður er nú á leiðinni milli Akureyrar og Egilsstaða. Sama er að segja um Vopnafjarðarheiði, Sandvíkurheiði, Vatnsskarð go Fjarðarheiði. Greiðfært er frá Fáskrúðsfirði og suður úr.

Veðurstofan spáir austan 10-18 m/s og snjókomu í dag en hún henni dregur í kvöld og nótt.

Björgunarsveitin Vopni aðstoðaði í gær við leit að bilun á Vopnafjarðarlínu en línan datt út um kaffileytið. Þá slitnaði leiðari í Eskifjarðarlínu í gær frá Eyvindará. Engin truflun varð því Eskifjörður er hringtengdur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.