Ökumenn í vandræðum á Möðrudalsöræfum í nótt
Björgunarsveitir voru kallaðar út í nótt til að aðstoða ökumenn á leið um Háreksstaðaleið. Slydduél hefur reynt á raflínur á svæðinu.Björgunarsveitin Jökull á Jökuldal var kölluð út vegna ófærðar á Háreksstaðaleið um miðnætti. Tilkynnt var um að fjórir bílar sætu þar fastir en þegar á staðinn var komið reyndust tólf bílstjórar þurfa aðstoð.
Ófært og óveður er nú á leiðinni milli Akureyrar og Egilsstaða. Sama er að segja um Vopnafjarðarheiði, Sandvíkurheiði, Vatnsskarð go Fjarðarheiði. Greiðfært er frá Fáskrúðsfirði og suður úr.
Veðurstofan spáir austan 10-18 m/s og snjókomu í dag en hún henni dregur í kvöld og nótt.
Björgunarsveitin Vopni aðstoðaði í gær við leit að bilun á Vopnafjarðarlínu en línan datt út um kaffileytið. Þá slitnaði leiðari í Eskifjarðarlínu í gær frá Eyvindará. Engin truflun varð því Eskifjörður er hringtengdur.