Pétur Heimisson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga hjá HSA

petur heimisson 07Pétur Heimisson, yfirlæknir á Egilsstöðum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). Hann tekur við starfinu af Stefáni Þórarinssyni. Talsverðar breytingar urðu á læknaliði stofnunarinnar um áramótin og meðal annars er Jón H. H. Sen kominn aftur læknir til Norðfjarðar.

Í tilkynningu HSA kemur fram að Pétur hafi einn sótt um stöðuna og verið metinn hæfur af stöðunefnd lækna. Hann er sérfræðingur í heimilislækningum og hefur starfað sem slíkur á Egilsstöðum frá árinu 1988, þar af síðustu ár sem yfirlæknir.

Stefán Þórarinsson lét af störfum um áramót en hann býr áfram á Egilsstöðum og verður viðloðandi HSA enn um sinn. Hann kom austur árið 1976, var héraðslæknir Austurlands frá 1982 og framkvæmdastjóri lækninga hjá HSA frá 2000.

Óttar Ármannsson, sérfræðingur í heimilislækningum hefur tekið við af Pétri sem yfirlæknir á Egilsstöðum.

Fleiri breytingar hafa orðið á læknaliði HSA. Jón H. H. Sen, sérfræðingur í skurð- og bráðalækningum hefur verið ráðinn skurðlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað (FSN) þar sem hann vann um árabil. Aðrir vanir skurðlæknar sinna 50% starfinu á móti honum.

Í yfirlýsingu forstjóra HSA, Kristínar B. Albertsdóttur, segir að ráðning hans sé sérstakt fagnaðarefni þar sem ekki hafi verið fastur skurðlæknir við FSN um nokkurt skeið.

Ólafur Guðgeirsson sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum, sem starfað hefur sem heilsugæslulæknir á Egilsstöðum undanfarin ár, hefur verið ráðinn læknir við heilsugæsluna í Fjarðabyggð frá áramótum. Tveir sóttu um stöðuna.

Þórarinn Baldursson sérfræðingur í heimilislækningum, sem starfaði í Fjarðabyggð frá árinu 2006 og sem yfirlæknir frá 2010, var ráðinn læknir á Djúpavogi í október sl. Tveir sóttu um þá stöðu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.