HSA: Upphæðin kemur á óvart

Kristin-Bjorg-AlbertsdottirForstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir það hafa komið á óvart hversu háar bætur stofnunin hafi verið dæmd til að greiða fyrrverandi yfirlækni í Fjarðabyggð fyrir vangoldin laun. Ákvörðun um framhald málsins verður þar tekin á næstu dögum.

„Niðurstaðan kemur í sjálfu sér ekki á óvart en þó átti ég von á að fjárhæðin yrði heldur lægri en raunin varð," segir Kristín B. Albertsdóttir, forstjóri stofnunarinnar.

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær HSA til að greiða Hannesi Sigmarssyni, fyrrverandi yfirlækni í Fjarðabyggð, tæpar 15 milljónir króna fyrir vangoldin laun frá júlí 2009 til apríl 2010.

Dómurinn taldi að HSA hefði ekki verið heimilt að taka Hannes einhliða af launaskrá í júlímánuði 2009. Honum var síðar sagt upp störfum í desember sama ár með fjögurra mánaða uppsagnarfresti.

Málsvörn HSA byggðist meðal annars á því að Hannes hefði ráðið sig erlendis í vinnu og stofnað eigið fyrirtæki án þess að tilkynna stofnuninni um það. Varakrafa stofnunarinnar byggðist meðal annars á að arður fyrirtækisins yrði dregin frá kröfu Hannes.

Á það féllst dómurinn ekki en lækkaði þess í stað skaðabæturnar í samræmi við þau laun sem Hannes ávann sér á uppsagnarfrestinum.

„Við munum fara yfir dóminn og taka ákvörðun um framhaldið í samráði við ríkislögmann," sagði Kristín í svari við fyrirspurn Austurfréttar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.