Ekki vænlegt að vera húfulaus puttalingur á heiði um hávetur

brimrun4 wbÞað virðist eitthvað bogið við upplýsingagjöf til ferðamanna þegar menn eru á heiðum um hávetur að húkka sér far klæddir eins og að sumardegi. Vopnfirskur bílstjóri tók slíkan ferðamann upp á Háreksstaðaleið í morgun.

„Það er ekki vænlegt að vera puttalingur á Íslandi um miðjan janúar. Það er heldur ekki vænlegt að vera í gallabuxum og mittisjakka og á strigaskóm á puttanum.

Það er heldur ekki vænlegt að vera húfulaus og vettlingalaus á puttanum í 560 m hæð yfir sjávarmáli í NA 15ms og skafrenningi á Hárekstaðaleið langt frá mannabústöðum," segir á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Vopna.

Þar er sagt frá breskum ferðamanni sem vopnfirskur bílstjóri tók upp í á leiðinni milli Egilsstaða og Vopnafjarðar en puttalingurinn var að leita sér að fari á Akureyri.

Fram kemur að Vopnfirðingurinn hafi rekið Bretann inn í bíl, tekið hann með til Vopnafjarðar og á leiðinni útskýrt fyrir honum að hann væri heppinn að vera á lífi.

„Það er eitthvað að í upplýsingaflæði til ferðamanna eða sumir tregari en aðrir," eru lokaorð færslunnar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.