Ekki vænlegt að vera húfulaus puttalingur á heiði um hávetur
Það virðist eitthvað bogið við upplýsingagjöf til ferðamanna þegar menn eru á heiðum um hávetur að húkka sér far klæddir eins og að sumardegi. Vopnfirskur bílstjóri tók slíkan ferðamann upp á Háreksstaðaleið í morgun.„Það er ekki vænlegt að vera puttalingur á Íslandi um miðjan janúar. Það er heldur ekki vænlegt að vera í gallabuxum og mittisjakka og á strigaskóm á puttanum.
Það er heldur ekki vænlegt að vera húfulaus og vettlingalaus á puttanum í 560 m hæð yfir sjávarmáli í NA 15ms og skafrenningi á Hárekstaðaleið langt frá mannabústöðum," segir á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Vopna.
Þar er sagt frá breskum ferðamanni sem vopnfirskur bílstjóri tók upp í á leiðinni milli Egilsstaða og Vopnafjarðar en puttalingurinn var að leita sér að fari á Akureyri.
Fram kemur að Vopnfirðingurinn hafi rekið Bretann inn í bíl, tekið hann með til Vopnafjarðar og á leiðinni útskýrt fyrir honum að hann væri heppinn að vera á lífi.
„Það er eitthvað að í upplýsingaflæði til ferðamanna eða sumir tregari en aðrir," eru lokaorð færslunnar.
Þar er sagt frá breskum ferðamanni sem vopnfirskur bílstjóri tók upp í á leiðinni milli Egilsstaða og Vopnafjarðar en puttalingurinn var að leita sér að fari á Akureyri.
Fram kemur að Vopnfirðingurinn hafi rekið Bretann inn í bíl, tekið hann með til Vopnafjarðar og á leiðinni útskýrt fyrir honum að hann væri heppinn að vera á lífi.
„Það er eitthvað að í upplýsingaflæði til ferðamanna eða sumir tregari en aðrir," eru lokaorð færslunnar.