Fjarðaál dregur úr framleiðslu vegna skorts á rafmagni
Fjarðaál hefur hafið undirbúning að því að draga úr framleiðslu en Landsvirkjun hefur látið vita af því að fyrirtækið hyggist skerða umframorku vegna lágrar vatnsstöðu.Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alcoa Fjarðál sendi frá sér í gær. Þar segir að ef ekkert breytist í orkubúskapnum verði slökkt á allt að 10% þeirra 336 þeirra kera sem starfrækt eru í álverinu.
Vatnsstaða er lág í Blöndulóni og Þórisvatni og því verður umframorkan mögulega skert. Framleiðsluminnkunin er varúðarráðstöfnum.
Áætlað er að framleiðslutapið nemi alls tæpum níu þúsund tonnum en gert er ráð fyrir að skerðingin standi frá 20. febrúar til loka apríl. Aðgerðirnar hafa ekki áhrif á vöruflæði til viðskiptavina Alcoa.
Í fyrra var gripið til sambærilegra ráðstafana en vatnsstaða var þá lág í Hálslóni. Leysingar björguðu þá vatnsbúskapnum í tæka tíð.