Átta tíma rafmagnsleysi á Héraði: Bilun við Eyvindará

raflinur isadar landsnetRafmagnslaust var í Fljótsdal og á Hallormsstað í um átta klukkustundir í morgun eftir bilun í búnaði fyrir spenni á Eyvindará. Bilunin var ekki jafn alvarleg og í fyrstu var óttast.

Rafmagnið fór af um klukkan fimm í nótt og komst á öðrum tímanum í dag. Ólafur Birgisson, deildarstjóri hjá RARIK, segir að liðabúnaður fyrir spenni hafi bilað.

Upphaflega héldu menn að spennirinn sjálfur hefði bilað en síðar kom í ljós að svo var ekki. Grunur leikur á að búnaðurinn hafi verið gallaður en hann var fremur nýlegur.

Hluti notenda á Héraði naut rafmagns frá Grímsá á meðan en íbúar í Fljótsdal og Hallormsstað voru sem fyrr segir án rafmagns í um átta tíma.

Um þrefalt álag mun hafa verið fyrsta klukkutímann eftir að rafmagninu var hleypt á aftur enda hús á svæðinu hituð upp með rafmagni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.