Átta tíma rafmagnsleysi á Héraði: Bilun við Eyvindará
Rafmagnslaust var í Fljótsdal og á Hallormsstað í um átta klukkustundir í morgun eftir bilun í búnaði fyrir spenni á Eyvindará. Bilunin var ekki jafn alvarleg og í fyrstu var óttast.Rafmagnið fór af um klukkan fimm í nótt og komst á öðrum tímanum í dag. Ólafur Birgisson, deildarstjóri hjá RARIK, segir að liðabúnaður fyrir spenni hafi bilað.
Upphaflega héldu menn að spennirinn sjálfur hefði bilað en síðar kom í ljós að svo var ekki. Grunur leikur á að búnaðurinn hafi verið gallaður en hann var fremur nýlegur.
Hluti notenda á Héraði naut rafmagns frá Grímsá á meðan en íbúar í Fljótsdal og Hallormsstað voru sem fyrr segir án rafmagns í um átta tíma.
Um þrefalt álag mun hafa verið fyrsta klukkutímann eftir að rafmagninu var hleypt á aftur enda hús á svæðinu hituð upp með rafmagni.