Á-listinn leitar að fólki: Telja listann eiga full erindi inn í kosningar í vor
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. jan 2014 11:08 • Uppfært 21. jan 2014 11:09
Á – listinn, áhugafólk um sveitarstjórnarmál á Fljótsdalshéraði, hefur auglýst eftir áhugasömu fólki til að gefa kost á sér fyrir hönd listans í kosningum til sveitarstjórnar í vor. Bæjarfulltrúi segir hópinn álíta mikilvægt að hafa ferlið opið.
„Við erum að auglýsa eftir fólki sem hefur áhuga á að koma að undirbúningsvinnu fyrir framboð listans," segir Sigrún Harðardóttir, bæjarfulltrúi.
„Við sem höfum staðið að baki þessu framboði teljum að listinn eigi fullt erindi inn í kosningarnar í vor og teljum mikilvægt að hafa aðgengi að undirbúningsvinnunni opið og því bjóðum við alla velkomna sem hafa áhuga á að koma og vinna með okkur."
Hún og Gunnar Jónsson eiga sæti í bæjarstjórninni fyrir hönd listans og hafa myndað þar meirihluta með framsóknarmönnum.
Hún segir ekki ljóst hvaða breytingar verði á lykilfólki listans. „Hugsanlega verða einhverjar breytingar á uppstillingu listans, það kemur í ljós á næstu vikum."