Stillt upp hjá Héraðslistanum: Nóg pláss fyrir nýliða
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. jan 2014 14:24 • Uppfært 23. jan 2014 14:54
Uppstillinganefnd mun stilla upp á lista hjá framboði Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Málefnastarf framboðsins fer á fullt í febrúar.
Framboðið boðaði til fundar síðastliðinn laugardag sem markar upphaf vinnunnar. Í samtali við Austurfrétt eftir fundinn staðfesti Sigrún Blöndal, oddviti listans í bæjarstjórn, að stillt yrði upp á listann.
Hún, Árni Kristinsson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir sitja fyrir hönd Héraðslistans í bæjarstjórn i´dag. Sigrún segir að þau hyggist starfa áfram að bæjarmálum en ekkert sé ákveðið um sætaskipan. „Því er nóg pláss fyrir nýliða sem vilja vinna að framgangi mála í sveitarfélaginu."
Næsti fundur í málefnastarfinu verður þann fjórða febrúar. Sigrún segir öllum velkomið að taka þátt í undirbúningnum.
„Þeir sem hafa áhuga geta sett sig í samband við Skúla Björnsson (