Skriða féll á Skriðuklaustri
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. jan 2014 14:56 • Uppfært 23. jan 2014 15:19
Miklar rigningar á Austurlandi síðustu daga eru farnar að taka sinn toll. Um fjörutíu metra breið skriða féll við Skriðuklaustur í nótt.
Skriðan er um tvö hundruð metra breið og féll úr Klausturhæðinni og niður á veginn sem þurfti að opna í morgun. Skriðan skemmdi einnig girðingar og töluvert land.
Mynd: Skúli Björn Gunnarsson