Skip to main content

Kjöt- og fiskbúð Austurlands tekin til starfa: Bjóða mömmumat til að taka með

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. jan 2014 17:33Uppfært 24. jan 2014 17:35

eirikur audunn audunsson fiskbud 0001 webKjöt- og fiskbúð Austurlands var formlega opnuð á Egilsstöðum í morgun. Verslunarstjórinn segir markmiðið að veita Austfirðingum úrvals vöru úr fjórðungnum á góðu verði.


„Við stefnum á að veita Austfirðingum kost á kaupa framleiðslu úr sínu eigin héraði á sem bestu verði ásamt því að gæðin séu alltaf í toppi," segir Eiríkur Auðunn Auðunsson, sem í gær opnaði Kjöt- og fiskbúð Austurlands að Kaupvangi 23b á Egilsstöðum þar sem kjötvinnsla Snæfells var síðast til húsa.

Hann lofar fjölbreyttu úrvali af kjöti og fiski og viðeigandi meðlæti. „Við viljum bjóða upprunatengt kjöt á sambærilegu verði og gengur og gerist í öðrum verslunum," segir hann en í borðinu í dag var lamba- og nautakjöt frá bænum Blöndubakka.

„Fiskurinn verður nánast beint úr bátnum, flakaður og á verði sem fólk hefur ekki áður séð í sérvörubúðum," segir Eiríkur. Fiskur dagsins kemur víð að en útlit er fyrir að uppistaðan komi framvegis frá Seyðisfirði.

Í hádeginu verður síðan heitir réttir í boði. „Við verðum með mömmumat til að taka með."